Innlent

Sveitastrákur nýársbarnið á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Björgvin Reynir og Halldóra með litla drenginn sinn og fjórða barnið sitt. Þau segja að barneignum sé nú lokið. Búið er að ákveða nafnið á drenginn en það verður ekki gert opinbert alveg strax.
Björgvin Reynir og Halldóra með litla drenginn sinn og fjórða barnið sitt. Þau segja að barneignum sé nú lokið. Búið er að ákveða nafnið á drenginn en það verður ekki gert opinbert alveg strax. Vísir/Magnús Hlynur
Nýársbarnið á Suðurlandi kom í heiminn í gærkvöldi á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Um er að ræða myndarlegan dreng sem er fjórða barn foreldra sinna, þeirra Björgvins Reynis Helgasonar og Halldóru Steinsdóttur.

Fjölskyldan býr á bænum Lambhaga á Rangárvöllum þar sem eru um 90 kýr og holdanautaræktun. Börnin þrjú sem bíða nú eftir að litli bróðir og mamma komi heim af fæðingardeildinni eru Steinn Skúli, eins og hálfs árs,

Þorbjörg Helga, fjögurra ára og Ásberg Ævarr, sex ára. Kristín Gunnarsdóttir, ljósmóðir tók á móti nýársbarninu sem fæddist 3. janúar kl. 21.40.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×