Fótbolti

Ungur Íslendingur vekur athygli í barnaliði Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Framganga Daníels Tristan Guðjohnsen vakti athygli Marca, stærsta dagblaðs Spánar.
Framganga Daníels Tristan Guðjohnsen vakti athygli Marca, stærsta dagblaðs Spánar. Skjáskot/Marca
Daníel Tristan Guðjohnsen er ungur Íslendingur sem er byrjaður að láta til sín taka í yngri liðum spænska stórveldisins Barcelona en spænski fjölmiðillinn Marca skrifaði grein um þennan 12 ára gamla dreng í kjölfar frammistöðu hans á Danone Nations Cup.

Danone Nations Cup er eitt stærsta fótboltamót heims fyrir 10-12 ára drengi og þar hefur Daníel Tristan farið mikinn á undanförnum dögum.

Líkt og nafnið gefur til kynna á Daníel Tristan ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því hann er yngsti sonur goðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen sem gerði garðinn frægan með aðalliði Barcelona á árunum 2006-2009.

Í umfjöllun Marca segir að Daníel Tristan leiki í stöðu sóknarmanns og hann sé í algjöru lykilhlutverki hjá U-12 ára liði Barcelona auk þess að vera fyrirliði liðsins. Hann er öflugur í loftinu og með gífurlegan skotkraft en hann hefur skorað sex mörk í tveimur leikjum á mótinu. Annar leikmaður sem vakið hefur athygli á mótinu er Ethan Mbappe sem leikur með PSG en hann er yngri bróðir frönsku stórstjörnunnar Kylian Mbappe.

Eldri bræður Daníels þykja einnig efnilegir knattspyrnumenn. Sá elsti, Sveinn Aron leikur með Breiðabliki í Pepsi-deildinni og Andri Lucas er á mála hjá Espanyol en báðir hafa þeir komið við sögu hjá yngri landsliðum Íslands. 

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Marca sem hefur einnig að geyma myndband af kappanum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×