Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur samhljóða með lófaklappi á félagsfundi fyrr í kvöld. Listann skipa tíu konur og átta karlar. Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi, leiðir listann sem sjá má hér að neðan.
1. Anna Sigríður Guðnadóttir - Bæjarfulltrúi / Stjórnsýslu- og upplýsingafræðingur
2. Ólafur Ingi Óskarsson - Bæjarfulltrúi / Kerfisfræðingur
3. Steinunn Dögg Steinsen - Framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfismála
4. Samson Bjarnar Harðarson - Lektor í landslagsarkitektúr
5. Branddís Snæfríðardóttir - Laga- og stjórnmálafræðinemi í Háskóla Íslands
6. Jónas Þorgeir Sigurðsson - Vaktstjóri í vöruhúsi
7. Gerður Pálsdóttir - Þroskaþjálfi
8. Andrea Dagbjört Pálsdóttir - Kaffibarþjónn
9. Daníel Óli Ólafsson - Læknanemi
10. Brynhildur Hallgrímsdóttir - Stjórnmálafræðinemi í Háskólanum í Edinborg
11. Andrés Bjarni Sigurvinsson - Kennari og leikstjóri
12. Lísa Sigríður Greipsson - Deildarstjóri 3.- 6. bekkja í Lágafellskóla
13. Jón Eiríksson - Eftirlaunaþegi
14. Sólborg Alda Pétursdóttir - Verkefnisstjóri og náms- og starfsráðgjafi
15. Finnbogi Rútur Hálfdánarson - Lyfjafræðingur
16. Kristín Sæunnar Sigurðardóttir - Framkvæmdastjóri
17. Guðbjörn Sigvaldason - Verslunarmaður
18. Guðný Halldórsdóttir - Kvikmyndaleikstjóri
Innlent