Meistaradeildin og Evrópudeildin áfram á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2018 11:26 Real Madrid bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Vísir/Getty Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“ Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti