„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 23:45 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún var í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur á CBS nú í kvöld þar sem hún sagði frá hótuninni og sambandi hennar og Trump sem á að hafa átt sér stað árið 2006, þegar Trump var sextugur og hún 27 ára. Daniels segist hafa verið í bílastæðahúsi og á leið í líkamsrækt með dóttur sína sem þá var ungabarn þegar maður nálgaðist hana. „Láttu Trump í friði. Gleymdu sögunni,“ á maðurinn að hafa sagt. „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar.“ Þá hafði hún ákveðið að selja sögu sína til tímaritsins In Touch en heimildarmenn 60 mínútna sögðu ekkert hafa orðið af sölunni vegna þess að lögmaður Trump, Michael Cohen, hótaði að lögsækja tímaritið. Hvíta húsið hefur neitað því að framhjáhaldið hafi átt sér stað en á þeim tíma var Melania Trump nýbúin að eiga Baron Trump. Daniels fékk þó 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá hinu meinta framhjáhaldi, skömmu fyrir kosningarnar, og eftir að eftirlitsaðilar voru hvattir til að rannsaka hvort að greiðslan hefði verið úr kosningasjóði Trump viðurkenndi Cohen að hafa greitt Daniels. Hann sagðist hins vegar hafa gert það úr eigin vasa og það hafi ekki komið forsetanum við á nokkurn hátt. Greiðslan er þó enn til rannsóknar og verið er að kanna hvort um sé að ræða ólöglegt framlag til kosningasjóðs Trump.Sjá einnig: Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Í 60 mínútum sagði Daniels einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Hún sagði forsetann hafa reynt að greiða henni eftir mök. Daniels sagði einnig frá fyrstu kynnum þeirra og hvernig hún hefði flengt hann með tímariti þar sem hann var á forsíðunni.Besta tilboðið frá Trump Eftir að samningurinn við In Touch gekk ekki eftir kom framhjáhaldið ekki upp í mörg ár. Samkvæmt Daniels breyttist það þó þegar Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hún segir fjölmarga aðila hafa haft samband við sig til þess að kaupa sögu hennar. Lögmaður Daniels hringdi þó í hana og sagði henni að besta tilboðið hefði komið frá Michael Cohen, lögmanni Trump. Hann hefði boðið henni 130 þúsund dali til að þaga. Það tilboð heillaði hana bæði vegna peninganna sem hún myndi fá og einnig vegna þess að þá þyrfti hún ekki að opinbera framhjáhaldið þar sem það gæti haft áhrif á dóttur hennar. Sömuleiðis hefði hún enn óttast um öryggi sitt. Ellefu dögum fyrir kosningarnar 2016 skrifaði hún undir. Fimmtán mánuðum seinna segir Wall Street Journal frá samkomulaginu og framhjáhaldinu. Daniels segir að frásögnin hafi ekki komið frá henni. Hún segir að hún hafi skrifað undir yfirlýsingu um að framhjáhaldið hefði ekki átt sér stað af ótta við lagalegar afleiðingar. Anderson Cooper benti Daniels á að Trump horfði iðulega á 60 mínútur og spurði hvort hún hefði eitthvað við hann að segja. „Hann veit að ég er að segja satt,“ sagði Daniels.Not long after the magazine story was killed, Stormy Daniels says she was threatened by a man who approached her in Las Vegas. “A guy walked up on me and said to me, 'leave Trump alone. Forget the story.'” pic.twitter.com/JMskKQiYCi— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 “He was like, 'wow, you are special. You remind me of my daughter.'” --Stormy Daniels says of her conversation with Mr. Trump the night they met. pic.twitter.com/Mj52gSoDbH— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 When Donald Trump won the Republican nomination, Daniels says she started getting calls again with offers to tell her story. And she got one offer not to tell her story. Mr. Trump's attorney Michael Cohen agreed to pay $130K in exchange for signing a non-disclosure agreement. pic.twitter.com/HB98pik8bj— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 Mr. Trump's attorney says the $130K he paid was not a campaign contribution, but Trevor Potter, a former chairman of the Federal Election Commission, disagrees. pic.twitter.com/Qxigc4R1l2— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún var í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur á CBS nú í kvöld þar sem hún sagði frá hótuninni og sambandi hennar og Trump sem á að hafa átt sér stað árið 2006, þegar Trump var sextugur og hún 27 ára. Daniels segist hafa verið í bílastæðahúsi og á leið í líkamsrækt með dóttur sína sem þá var ungabarn þegar maður nálgaðist hana. „Láttu Trump í friði. Gleymdu sögunni,“ á maðurinn að hafa sagt. „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar.“ Þá hafði hún ákveðið að selja sögu sína til tímaritsins In Touch en heimildarmenn 60 mínútna sögðu ekkert hafa orðið af sölunni vegna þess að lögmaður Trump, Michael Cohen, hótaði að lögsækja tímaritið. Hvíta húsið hefur neitað því að framhjáhaldið hafi átt sér stað en á þeim tíma var Melania Trump nýbúin að eiga Baron Trump. Daniels fékk þó 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá hinu meinta framhjáhaldi, skömmu fyrir kosningarnar, og eftir að eftirlitsaðilar voru hvattir til að rannsaka hvort að greiðslan hefði verið úr kosningasjóði Trump viðurkenndi Cohen að hafa greitt Daniels. Hann sagðist hins vegar hafa gert það úr eigin vasa og það hafi ekki komið forsetanum við á nokkurn hátt. Greiðslan er þó enn til rannsóknar og verið er að kanna hvort um sé að ræða ólöglegt framlag til kosningasjóðs Trump.Sjá einnig: Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Í 60 mínútum sagði Daniels einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Hún sagði forsetann hafa reynt að greiða henni eftir mök. Daniels sagði einnig frá fyrstu kynnum þeirra og hvernig hún hefði flengt hann með tímariti þar sem hann var á forsíðunni.Besta tilboðið frá Trump Eftir að samningurinn við In Touch gekk ekki eftir kom framhjáhaldið ekki upp í mörg ár. Samkvæmt Daniels breyttist það þó þegar Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hún segir fjölmarga aðila hafa haft samband við sig til þess að kaupa sögu hennar. Lögmaður Daniels hringdi þó í hana og sagði henni að besta tilboðið hefði komið frá Michael Cohen, lögmanni Trump. Hann hefði boðið henni 130 þúsund dali til að þaga. Það tilboð heillaði hana bæði vegna peninganna sem hún myndi fá og einnig vegna þess að þá þyrfti hún ekki að opinbera framhjáhaldið þar sem það gæti haft áhrif á dóttur hennar. Sömuleiðis hefði hún enn óttast um öryggi sitt. Ellefu dögum fyrir kosningarnar 2016 skrifaði hún undir. Fimmtán mánuðum seinna segir Wall Street Journal frá samkomulaginu og framhjáhaldinu. Daniels segir að frásögnin hafi ekki komið frá henni. Hún segir að hún hafi skrifað undir yfirlýsingu um að framhjáhaldið hefði ekki átt sér stað af ótta við lagalegar afleiðingar. Anderson Cooper benti Daniels á að Trump horfði iðulega á 60 mínútur og spurði hvort hún hefði eitthvað við hann að segja. „Hann veit að ég er að segja satt,“ sagði Daniels.Not long after the magazine story was killed, Stormy Daniels says she was threatened by a man who approached her in Las Vegas. “A guy walked up on me and said to me, 'leave Trump alone. Forget the story.'” pic.twitter.com/JMskKQiYCi— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 “He was like, 'wow, you are special. You remind me of my daughter.'” --Stormy Daniels says of her conversation with Mr. Trump the night they met. pic.twitter.com/Mj52gSoDbH— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 When Donald Trump won the Republican nomination, Daniels says she started getting calls again with offers to tell her story. And she got one offer not to tell her story. Mr. Trump's attorney Michael Cohen agreed to pay $130K in exchange for signing a non-disclosure agreement. pic.twitter.com/HB98pik8bj— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 Mr. Trump's attorney says the $130K he paid was not a campaign contribution, but Trevor Potter, a former chairman of the Federal Election Commission, disagrees. pic.twitter.com/Qxigc4R1l2— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45