Enski boltinn

Ederson fær ekki að taka víti: „Vanvirðing við andstæðinginn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ederson getur varið vítaspyrnur. Það mun kannski koma í ljós seinna meir hvort hann geti skorað úr þeim
Ederson getur varið vítaspyrnur. Það mun kannski koma í ljós seinna meir hvort hann geti skorað úr þeim vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar ekki að leyfa markmanninum Ederson að taka vítaspyrnu fyrir liðið.

Ederson sagði á dögunum að hann vildi fá að taka vítaspyrnu fyrir City, hann langaði að skora mark fyrir félagið.

„Nei, það mun ekki gerast,“ sagði Guardiola aðspurður um það hvort Ederson fengi að taka vítaspyrnur á blaðamannafundi fyrir leik City og West Ham á sunnudaginn.

„Hann er markmaður. Það eru aðrir leikmenn sem geta tekið vítaspyrnur og það er vanvirðing við andstæðinginn og keppnina.“

Hann vildi þó ekki taka fyrir að Ederson gæti tekið spyrnur fyrir City í framtíðinni, í vináttuleikjum á undirbúningstímabilinu eða þá í vítaspyrnukeppni í kappleikjum.


Tengdar fréttir

Ederson vill taka vítaspyrnur fyrir City

Brasilíski markvörðurinn Ederson sem ver mark Englandsmeistara Manchester City hefur látið hafa eftir sér að hann vilji skora mark á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×