Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 19:15 Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður. Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður.
Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45