Körfubolti

Haukur Helgi stigahæstur í tapi í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi er að gera flotta hluti.
Haukur Helgi er að gera flotta hluti. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur hjá Nanterre 92 er liðið tapaði gegn Iberostar Tenerife, 79-68, í Meistaradeildinni í körfubolta í kvöld.

Frakkarnir í Nanterre voru yfir eftir fyrsta leikhlutann en voru svo 42-38 undir er liðin gengu til búningsherbergja.

Aftur leiddu Nanterre fyrir síðasta leikhlutann en þá skelltu heimamenn í Tenerife í lás. Nanterre skoraði einungis fimm stig í loka leikhlutanum og töpuðu með ellefu stigum, 79-68.

Nanterra er með fjóra sigra í níu leikjum í B-riðlinum og það þarf mikið að gerast svo að liðið nái að tryggja sig áfram í næstu umferð.

Haukur Helgi átti góðan leik. Hann var stigahæstur með sextán stig en hann hitti öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Að auki tók hann tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×