Hvaða tala kemur eftir 7.320.442? Þórlindur Kjartansson skrifar 11. maí 2018 07:00 Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun