Arnór genginn í raðir CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 10:30 Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann virðist er á leið til Rússlands. vísir/getty Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur. Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur.
Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira