Heimsmeistarar Frakka taka með sér stóran hóp á EM í Króatíu og einhverjar verða að fylgjast með úr stúkunni.
Didier Dinart landsliðsþjálfari ákvað að velja átján manna hóp þar sem óvissa er með þátttöku Luka Karabatic sem er meiddur á ökkla. Vonast er til að hann geti tekið þátt á einhverjum tímapunkti.
Aðeins má spila með sextán hverju sinni og fyrst um sinn verður Romain Lagarde, leikmaður Nantes, sautjándi maður. Karabatic er svo átjándi maður á meðan hann er meiddur.
Franski hópurinn fyrir utan Lagarde og Karabatic:
Markverðir:
Vincent Gérard (Montpellier)
Cyril Dumoulin (Nantes)
Aðrir leikmenn:
Michaël Guigou (Montpellier)
Raphaël Caucheteux (Saint-Raphaël)
Nikola Karabatic (Paris)
Timothey N'Guessan (Barcelona)
Nicolas Claire (Nantes)
Kentin Mahé (Flensburg)
Dika Mem (Barcelona)
Nedim Remili (Paris)
Adrien Dipanda (Saint-Raphaël)
Luc Abalo (Paris)
Valentin Porte (Montpellier)
Nicolas Tournat (Nantes)
Benjamin Afgour (Montpellier)
Cédric Sorhaindo (Barcelona)
Frakkar taka átján menn með til Króatíu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti