Innlent

Framkvæmdastjórum hefur fækkað um fjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Jóhansson, forstjóri Icelandair Group
Björgólfur Jóhansson, forstjóri Icelandair Group
Stjórnendur Icelandair Group hafa ákveðið að innleiða nýtt skipurit vegna áherslubreytinga sem verið er að gera hjá fyrirtækinu.

Starfsemi félagsins verður skipt í tvennt; annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að flugstarfsemi félagsins vegi þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það sé mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd.

Icelandair Group hafði áður tilkynnt þann 15. nóvember síðastliðinn að rekstur og starfsemi Ice­landair Group og Icelandair yrði samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verði yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð.

Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Innanlandsflugið mun tilheyra fjárfestingarhlutanum. 

Markmiðið með breytingunum er að einfalda reksturinn og auka hagkvæmni. Framkvæmdastjórum samstæðunnar hefur verið fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum vegna breytinganna.

Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs verður Bogi Nils Bogason, Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs. Þá verður Guðmundur Óskarsson framkvæmdastjóri yfir sölu- og markaðssviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×