Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2018 10:55 Framleiðsla hefur verið stöðvað tímabundið en staðan verður tekin aftur síðar í dag. Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar. Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar.
Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30