Ríkislögreglustjóri Hondúras sakaður um aðild að fíkniefnasmygli Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 09:39 Omar Rivera, formaður nefndar sem hefur unnið að því að uppræta spillingu innan ríkislögreglu Hondúras, segir að Aguilar verði rannsakaður. Vísir/AFP Nýskipaður ríkislögreglustjóri Hondúras hjálpað forsprökkum fíkniefnasmyglhrings að flytja nærri því tonn af kókaíni árið 2013 samkvæmt öryggisskýrslu ríkisstjórnar landsins. AP-fréttastofan segir að spilltir lögreglumenn hafi fylgt sendingunni heim til dæmds fíkniefnasmyglara. José David Aguilar Morán tók við embættinu í síðustu viku og lofaði að halda áfram að vinna bug á spillingu og samkurli við fíkniefnasmyglhringi. Í frétt AP kemur fram að Aguilar hafi verið yfirmaður leyniþjónustu ríkislögreglunnar þegar hann tók þátt í smyglinu. Hann hafi gripið inn í þegar lögreglumaður var stöðvaður með sendinguna sem var flutt í tankbíl. Skipaði Augilar lægra settum lögreglumanni að sleppa þeim sem hafði verið stöðvaður og skila sendingunni. Innri eftiritsmaður öryggismálaráðuneytis landsins vann skýrsluna sem AP vitnar í. Götuverðmæti efnanna er talið meira en tuttugu milljónir dollara. Yfirmaður sérstakrar nefndar sem hefur rekið fleiri en fjögur þúsund starfsmenn ríkislögreglunnar hélt blaðamannafund í gær þar sem hann neitaði því að ríkislögreglan hefði upplýsingar um skýrsluna sem AP hefur undir höndum. Aguilar yrði hins vegar tekinn til skoðunar aftur. Ríkisstjórn Hondúras fullyrðir að skýrslan sé fölsuð. Hún beri fullt traust til Aguilar og að ríkislögreglan verði fyrirmynd annarra í heimshlutanum. Hondúras Mið-Ameríka Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Sjá meira
Nýskipaður ríkislögreglustjóri Hondúras hjálpað forsprökkum fíkniefnasmyglhrings að flytja nærri því tonn af kókaíni árið 2013 samkvæmt öryggisskýrslu ríkisstjórnar landsins. AP-fréttastofan segir að spilltir lögreglumenn hafi fylgt sendingunni heim til dæmds fíkniefnasmyglara. José David Aguilar Morán tók við embættinu í síðustu viku og lofaði að halda áfram að vinna bug á spillingu og samkurli við fíkniefnasmyglhringi. Í frétt AP kemur fram að Aguilar hafi verið yfirmaður leyniþjónustu ríkislögreglunnar þegar hann tók þátt í smyglinu. Hann hafi gripið inn í þegar lögreglumaður var stöðvaður með sendinguna sem var flutt í tankbíl. Skipaði Augilar lægra settum lögreglumanni að sleppa þeim sem hafði verið stöðvaður og skila sendingunni. Innri eftiritsmaður öryggismálaráðuneytis landsins vann skýrsluna sem AP vitnar í. Götuverðmæti efnanna er talið meira en tuttugu milljónir dollara. Yfirmaður sérstakrar nefndar sem hefur rekið fleiri en fjögur þúsund starfsmenn ríkislögreglunnar hélt blaðamannafund í gær þar sem hann neitaði því að ríkislögreglan hefði upplýsingar um skýrsluna sem AP hefur undir höndum. Aguilar yrði hins vegar tekinn til skoðunar aftur. Ríkisstjórn Hondúras fullyrðir að skýrslan sé fölsuð. Hún beri fullt traust til Aguilar og að ríkislögreglan verði fyrirmynd annarra í heimshlutanum.
Hondúras Mið-Ameríka Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Sjá meira