Handboltastórveldin Frakkland og Svíþjóð áttust við í fyrri leik dagsins í milliriðli 1 á EM í handbolta í kvöld en bæði lið komu með fjögur stig inn í milliriðil. Frakkar unnu alla leiki sína í riðlinum á meðan Svíar töpuðu bara fyrir strákunum okkar.
Frakkar hafa spilað afar vel á mótinu og það hélt áfram í leiknum í kvöld þó Svíar hafi lengi vel náð að halda í við Frakkana. Staðan í leikhléi 8-10 fyrir Frakkland.
Þegar tæplega 15 mínútur lifðu leiks voru Svíar aðeins einu marki undir, 13-14, en þá settu Frakkar í lás og leiðir skildur.
Frakkar voru miklu betri á lokakaflanum og unnu að lokum sannfærandi sex marka sigur, 17-23. Frakkar því enn á sigurbraut og komnir langleiðina í undanúrslitin.
Vincent Gerard átti stórleik í marki Frakka en hann varði alls nítján skot. Cedric Sorhaindo var markahæstur hjá Frakklandi með fimm mörk en í liði Svía var Simon Jeppson markahæstur með fjögur mörk.
Svíar lentu á frönskum vegg í seinni hálfleik
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn