Bréf verða borin út annan hvern dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Breytingin á póstþjónustu tekur gildi 1. febrúar. Vísir/Ernir Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar. Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar.
Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32