Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Ef til vill er nú ekkert eftir af þessu ljóni nema brot og salli. vísir/afp Loftárásir tyrkneska hersins hafa eyðilagt stóran hluta Ain Dara-musterisins í Afrin-héraði Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenska ríkisstjórnin og bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Myndum af rústunum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og má sjá á þeim að sprengigígur hefur myndast í miðju musterissvæðisins sem og rústir þar sem áður stóðu ljón, hoggin úr basalti. Talið er að Aramear hafi byggt hofið og gert stytturnar um þúsund árum fyrir Krist og er musterið því þrjú þúsund ára gamalt. Syrian Observatory segir um 60 prósent hofsins nú rústir einar og hafa verið frá því í loftárásunum á föstudag. Minnst 51 almennur borgari fórst í aðgerðum Tyrkja í Afrin. „Í þessari árás kristallast hatur og villimennska ógnarstjórnarinnar í Tyrklandi gagnvart sýrlensku þjóðinni, fortíð hennar, nútíð og framtíð,“ sagði í tilkynningu frá þjóðminjastofnun Sýrlands. Borgarastyrjöldin hefur geisað í Sýrlandi frá 2011 og hefur valdið ómetanlegum skaða á fornminjum. Ber þar helst að nefna hina fornu borg Palmyra, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki rústuðu þar meðal annars 2.000 ára gömlu musteri og fornu leikhúsi. Maamoun Abdulkarim, fyrrverandi framkvæmdastjóri þjóðminjastofnunarinnar, sagði við AFP í gær að eyðilegging Ain Dara væri jafnmikill harmleikur og það sem gerðist í Palmyra. Hann hefði jafnframt áhyggjur af fjölda fornra bæja nálægt víglínunni í Afrin. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Loftárásir tyrkneska hersins hafa eyðilagt stóran hluta Ain Dara-musterisins í Afrin-héraði Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenska ríkisstjórnin og bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Myndum af rústunum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og má sjá á þeim að sprengigígur hefur myndast í miðju musterissvæðisins sem og rústir þar sem áður stóðu ljón, hoggin úr basalti. Talið er að Aramear hafi byggt hofið og gert stytturnar um þúsund árum fyrir Krist og er musterið því þrjú þúsund ára gamalt. Syrian Observatory segir um 60 prósent hofsins nú rústir einar og hafa verið frá því í loftárásunum á föstudag. Minnst 51 almennur borgari fórst í aðgerðum Tyrkja í Afrin. „Í þessari árás kristallast hatur og villimennska ógnarstjórnarinnar í Tyrklandi gagnvart sýrlensku þjóðinni, fortíð hennar, nútíð og framtíð,“ sagði í tilkynningu frá þjóðminjastofnun Sýrlands. Borgarastyrjöldin hefur geisað í Sýrlandi frá 2011 og hefur valdið ómetanlegum skaða á fornminjum. Ber þar helst að nefna hina fornu borg Palmyra, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki rústuðu þar meðal annars 2.000 ára gömlu musteri og fornu leikhúsi. Maamoun Abdulkarim, fyrrverandi framkvæmdastjóri þjóðminjastofnunarinnar, sagði við AFP í gær að eyðilegging Ain Dara væri jafnmikill harmleikur og það sem gerðist í Palmyra. Hann hefði jafnframt áhyggjur af fjölda fornra bæja nálægt víglínunni í Afrin. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira