„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 23:42 Bænastund var haldin til minningar um þá sem létust í skotárásinni. Vísir/AFP Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45