Styttist í breytingar á kjararáði 14. febrúar 2018 20:00 Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“ Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira