Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. febrúar 2018 10:00 Wa Lone, einn blaðamanna Reuters, þegar hann var dreginn fyrir dóm. Hann situr enn í fangelsi. Fréttablaðið/EPA Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira