Bubbi: Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2018 13:00 Bubbi er orðinn mjög spenntur. Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Hnefaleikaáhugamaðurinn Bubbi Morthens er í skýjunum með að Valgerður Guðsteinsdóttir sé að fara að berjast um titil í Noregi um næstu helgi. Hann segir að þetta tækifæri sé risastórt. „Þetta er bara eins stórt og það getur verið. Þarna er hún komin inn á hið alþjóðlega stóra svið. Það skiptir engu máli hvernig þessi bardagi fer, þó svo ég spái henni sigri. Hún er búin að skrá sig inn,“ segir Bubbi sem er gríðarlegur hnefaleikaáhugamaður eins og þjóðin þekkir. Svona stund hefur hann dreymt um lengi. „Ég hef verið að bíða eftir því að Íslendingur myndi berjast um heimsmeistaratitil í hnefaleikum síðan ég var lítill strákur. Ég hélt þetta myndi ekki gerast núna en sjáðu hvernig tilveran er. Á tímum þar sem konur rísa upp út um allan heim þá kemur stelpa frá Íslandi á tímum MeToo-byltingarinnar og er að fara að berjast um titilinn. Auðvitað er hún geðveik fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar og allar litlar stelpur sem og konur sem vilja stunda íþróttir. Þetta er makalaust.“ Þó svo Valgerður sé áskorandi sem komi inn í bardagann með aðeins átta daga fyrirvara þá hefur Bubbi trú á því að hún komi á óvart og vinni bardagann. „Ég held að þessi bardagi fari ekki í fimm lotur af því að Valgerður sé of höggþung. Ég held líka að Valgerður hafi hausinn sem til þarf. Það þarf gríðarlegan andlegan styrk og það sýnir hvar hún er stödd er hún fær hringingu með varla viku fyrirvara. Hún segir bara já. „Öll pressan er á norsku stelpunni. Hún er á heimavelli og það er búið að „hæpa“ hana upp. Norðmenn eiga fimmfaldan heimsmeistara í hnefaleikum og það er verið að blása andstæðing Valgerðar upp sem næstu stórstjörnu Norðmanna. Ég held að Valgerður muni eyðileggja veisluna.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16
Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. 6. mars 2018 19:30