Fyrrverandi forseti Suður-Afríku þarf að svara fyrir sakir um spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 14:38 Zuma lét af embætti í febrúar eftir níu ár á valdastóli. Vísir/AFP Saksóknarar í Suður-Afríku tilkynntu í dag að þeir hefðu tekið aftur upp ákærur um spillingu gegn Jacob Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Málið tengist vopnasölusamningi frá 10. áratugnum en Zuma var meðal annars gefið að sök að hafa þegið mútur frá hernaðarverktökum. Ákæran var upphaflega gefin út árið 2007 en Zuma notaði meðal annars áhrif sín sem forseti til að forðast saksókn, að því er segir í frétt New York Times. Hún er í átján liðum sem varða meðal annars spillingu, fjársvik og fjárplógsstarfsemi. Zuma sagði af sér sem forseti í síðasta mánuði en þá lá fyrir níunda vantrauststillagana á hendur honum í suður-afríska þinginu. Upphaf ásakananna má rekja til tveggja og hálfs milljarðar dollara vopnakaupasamnings ríkisstjórnarinnar seint á 10. áratugnum áður en Zuma varð forseti, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zuma var hins vegar varaforseti og leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins (ANC) á þeim tíma. Zuma hefur alla tíð hafnað ásökunum um að hafa tekið við mútum frá fyrirtækjum sem tóku þátt í útboðinu. Sagði hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Spillingarásakanirnar blönduðust á sínum tíma inn í valdabaráttu hans og Thabo Mbeki, þáverandi forseta landsins. Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg. 17. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Saksóknarar í Suður-Afríku tilkynntu í dag að þeir hefðu tekið aftur upp ákærur um spillingu gegn Jacob Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Málið tengist vopnasölusamningi frá 10. áratugnum en Zuma var meðal annars gefið að sök að hafa þegið mútur frá hernaðarverktökum. Ákæran var upphaflega gefin út árið 2007 en Zuma notaði meðal annars áhrif sín sem forseti til að forðast saksókn, að því er segir í frétt New York Times. Hún er í átján liðum sem varða meðal annars spillingu, fjársvik og fjárplógsstarfsemi. Zuma sagði af sér sem forseti í síðasta mánuði en þá lá fyrir níunda vantrauststillagana á hendur honum í suður-afríska þinginu. Upphaf ásakananna má rekja til tveggja og hálfs milljarðar dollara vopnakaupasamnings ríkisstjórnarinnar seint á 10. áratugnum áður en Zuma varð forseti, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zuma var hins vegar varaforseti og leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins (ANC) á þeim tíma. Zuma hefur alla tíð hafnað ásökunum um að hafa tekið við mútum frá fyrirtækjum sem tóku þátt í útboðinu. Sagði hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Spillingarásakanirnar blönduðust á sínum tíma inn í valdabaráttu hans og Thabo Mbeki, þáverandi forseta landsins.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg. 17. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00
Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg. 17. febrúar 2018 11:00