Malala snýr aftur til Pakistan í fyrsta sinn eftir skotárásina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2018 23:33 Malala Yousafzai hefur barist fyrir réttindum kvenna af miklum krafti. Vísir/Getty Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan. Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan.
Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23
Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12
Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51