Enski boltinn

Guardiola um að tryggja titilinn gegn United: „Mikilvægt fyrir stuðningsmennina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola hress á hliðarlínunni.
Guardiola hress á hliðarlínunni. vísir/afp
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það gæti orðið skemmtilegt og mikilvægt fyrir stuðningsmennina að vinna ensku úrvalsdeildina gegn grönnunum í Manchester United um næstu helgi.

City átti í engum vandræðum með Everton í dag en lokatölur urðu 3-1 eftir flugeldasýningu City í fyrri hálfleik. Að honum loknum var staðan 3-0 og leiknum í raun lokið í hálfleik.

„Við vissum að við þurfum að vinna alla leiki. Við gerðum okkar í fyrri hálfleik og þetta var svo gott. Við stjórnuðum leiknum og þetta var risa sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sem stjóri næ að sigra Everton,” sagði sáttur Pep í leikslok.

„Það er langt síðan við vorum saman útaf landsleikjahléinu svo þú hugsar alltaf hvað gæti gerst en þeta var mjög gott. Við vorum óhræddir í fyrri hálfleiknum og allir lögðu á sig. Nú er það einn leikur enn og við munum verða meistarar.”

City getur tryggt sér titilinn á heimavelli um næstu helgi en mótherjarnir verða engir aðrir en erkifjendurnir í Manchester United. Pep segir að það gæti orðið skemmtilegt fyrir stuðningsmennina.

„Fyrir stuðningsmennina er það mikilvægt. Það væri sérstakt. Það er mikilvægt að vinna - það skiptir ekki máli hvar. Auðvitað skiptir það mestu máli að klára þessa leiki.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×