Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. apríl 2018 19:56 Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. vísir/afp Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega. Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega.
Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21