Margir fyrrverandi og núverandi fulltrúar í Evrópuráðinu eru grunaðir um að hafa þegið kavíar, teppi og dvöl á lúxushótelum í Bakú í Aserbaídsjan.
Mútugreiðslurnar fengu þeir fyrir að greiða atkvæði gegn skýrslu þar sem aðstæður pólitískra fanga í landinu eru harðlega gagnrýndar. Greint er frá grunsemdunum í skýrslu sem birt er á vefsíðu Evrópuráðsins.
Í Evrópuráðinu eru 324 fulltrúar frá 47 löndum. Þeir eiga að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttaröryggi í aðildarríkjunum.
