Enski boltinn

Ederson vill taka vítaspyrnur fyrir City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ederson er góður í að verja markið. Er hann eins góður í að skora í það?
Ederson er góður í að verja markið. Er hann eins góður í að skora í það? Vísir/Getty
Brasilíski markvörðurinn Ederson sem ver mark Englandsmeistara Manchester City hefur látið hafa eftir sér að hann vilji skora mark á tímabilinu.

Þegar City fékk vítaspyrnu í 5-0 sigrinum á Swansea um helgina kölluðu stuðningsmenn City eftir því að Ederson tæki spyrnuna, en í hans stað tók landi hans Gabriel Jesus spyrnuna.

„Ég heyrði stuðningsmennina kalla nafnið mitt en Gabriel fór á punktinn. Ef stjórinn hefði beðið mig um að taka spyrnuna hefði ég pottþétt skorað,“ sagði Ederson. Jesus misnotaði spyrnuna en Bernardo Silva kom frákastinu í netið.

„Ég er ekki viss um að ég gæti tekið föst leikatriði en ég er góður í vítaspyrnum. Við erum hins vegar vel settir með venjulegu vítaskytturnar okkar.“

„Vonandi biður Pep mig að taka einhverjar spyrnur fyrir lok tímabilsins, ég væri til í að skora.“

Manchester City á fjóra leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni, útileik gegn West Ham um næstu helgi og svo tvo heimaleiki gegn liðunum sem voru nýliðar í vor; Huddersfield og Brighton. Síðasti leikur tímabilsins er svo gegn Southampton á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×