Fótbolti

Verið hjá Schalke í níu ár en er nú bannað að mæta á æfingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Max Meyer er á leið burt frá Schalke í sumar.
Max Meyer er á leið burt frá Schalke í sumar. vísir/afp
Allar líkur eru á því að þjónustu Max Meyer verði ekki lengur óskað hjá Schalke en þýska félagið hefur nú bannað honum að mæta á æfingar út tímabilið.

Fyrr í vikunni fór Meyer í viðtal við dagblaðið Bild og sagði þar að Christian Heidel, íþróttastjóri Schalke, sé að reyna neyða hann til að skrifa undir nýjan samning. Samningur Meyer rennur út í sumar og leikmaðurinn vill fara frá Schalke. 

„Ég einfaldlega vil ekki vera áfram hjá Schalke og vinna undir Heidel. Það er bara þannig. Upp á síðkastið lítur þetta út eins og einelti gegn mér,” sagði Meyer um málið. Heidel tjáði sig einnig um þetta.

„Við getum ekki látið svona staðhæfingar og hegðun viðgangast. Við erum einnig hissa á ummælum hans um einelti sem við mótmælum harðlega. Schalke hefur alltaf hagað sér rétt gegn Max Meyer,” sagði Heidel.

Þessi 23 ára gali miðjumaður meiddist á æfingu á miðvikudaginn en hefur neitað að gangast undir frekari skoðun á meiðslum sínum.

Hann hefur spilað 28 af 37 leikjum Schalke á tímabilinu sem situr í öðru sæti deildarinnar en honum hefur verið að bannað að mæta á fleiri æfingar hjá liðinu.

Meyer er uppalinn hjá FC Sardegna Oberhausen en hefur verið hjá Schalke síðan 2009 og hefur ekki spilað hjá fleiri liðum á sínum atvinnumannaferli. Það mun líklega breytast í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×