Erlent

Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni.
Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. Vísir/afp
Boeng 737-flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak á hraðbraut á milli Santiago de Las Vegas og Boyeros, nærri Jos Martin flugvellinum í Havana. Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. Óttast er að margir hafi farist í slysinu.

Samkvæmt kúbverskum miðlum var um að ræða innanlandsflug og var flugvélin á leið frá Havana austur til Holguin að því er fram kemur á BBC og Reuters.

Samkvæmt sjónvarvottum leggur þykkan reyk frá vettangi slyssins og eru viðbragðsaðilar mættir á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×