Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. júní 2018 22:34 Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18