Brian De Palma gerir hryllingsmynd um níðingsverk Harvey Weinstein Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 10:25 De Palma segir halló við litla vin sinn, Al Pacino, á kvikmyndahátíð í New York. Vísir/Getty Leikstjórinn Brian De Palma, sem er einna þekktastur fyrir gerð myndanna Carrie og Scarface á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, er nú að skrifa handrit að hryllingsmynd sem byggir á kynferðisbrotum Hollywoodmógúlsins Harvey Weinstein. Á níunda tug kvenna hafa sakað Weinstein um áreitni, nauðganir og önnur kynferðisbrot á áratugalöngum ferli hans sem einn valdamesti maður skemmtanaiðnaðarins Vestanhafs. Hann á yfir höfði sér allt að aldarfjórðung í fangelsi ef hann verður sakfelldur fyrir þau brot sem búið er að birta ákæru fyrir. Fleiri ákærur gætu bæst við. De Palma segir mál Weinsteins tilvalinn efnivið í hryllingssögu af fullkomnum trúnaðarbresti, grófri misnotkun og valdbeitingu gegn hinum valdaminni á stórum skala. Segist hann fylgjast grannt með þróun málsins, auk þess sem hann þekki marga þeirra sem komi við sögu í því. Þá viðurkennir De Palma að hafa heyrt sögur af framferði Weinsteins í Hollywood í mörg ár áður en þær urðu opinberar. Leikstjórinn segir að aðalpersóna myndarinnar muni ekki heita Harvey Weinstein þó að líkindin séu vísvitandi augljós. Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Leikstjórinn Brian De Palma, sem er einna þekktastur fyrir gerð myndanna Carrie og Scarface á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, er nú að skrifa handrit að hryllingsmynd sem byggir á kynferðisbrotum Hollywoodmógúlsins Harvey Weinstein. Á níunda tug kvenna hafa sakað Weinstein um áreitni, nauðganir og önnur kynferðisbrot á áratugalöngum ferli hans sem einn valdamesti maður skemmtanaiðnaðarins Vestanhafs. Hann á yfir höfði sér allt að aldarfjórðung í fangelsi ef hann verður sakfelldur fyrir þau brot sem búið er að birta ákæru fyrir. Fleiri ákærur gætu bæst við. De Palma segir mál Weinsteins tilvalinn efnivið í hryllingssögu af fullkomnum trúnaðarbresti, grófri misnotkun og valdbeitingu gegn hinum valdaminni á stórum skala. Segist hann fylgjast grannt með þróun málsins, auk þess sem hann þekki marga þeirra sem komi við sögu í því. Þá viðurkennir De Palma að hafa heyrt sögur af framferði Weinsteins í Hollywood í mörg ár áður en þær urðu opinberar. Leikstjórinn segir að aðalpersóna myndarinnar muni ekki heita Harvey Weinstein þó að líkindin séu vísvitandi augljós.
Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58
Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30
„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45
Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46
Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45