Reiði vegna morðs á grínista Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2018 08:14 Eurydice Dixon var myrt á þriðjudagskvöld. THE AGE Morð á ungum áströlskum grínista hefur vakið gríðarlega reiði þar í landi. Hin 22 ára gamla Eurydice Dixon hafði verið að ganga heim eftir uppistandssýningu hennar í Melbourne á þriðjudagskvöld. Á heimleiðinni var ráðist á Dixon og henni nauðgað, áður en lík hennar var skilið eftir á fótboltavelli. Nítján ára karlmaður liggur undir grun og hefur verið kærður vegna árásarinnar. Ástralskir samfélagsmiðlar hafa logað vegna morðsins og kallað er eftir vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í landinu. Mál Dixon þykir minna um margt á morð sem framið var í Melbourne árið 2012. Morðið leiddi til fjölmennra mótmæla þar sem kallað var eftir aðgerðum í málaflokknum.My first stand up set when I was the same age as Eurydice Dixon, was about being afraid walking home at night. Making jokes about it was a way to feel slightly empowered instead of small and frightened. Mourning for this young comedian who was entitled to feel safe.— Alex Lee (@alex_c_lee) June 14, 2018 Mannréttindasamtök segja að kynbundið ofbeldi sé gríðarstórt vandamál í Ástralíu. Úttekt ástralskra stjórnvalda leiddi í ljós að ein af hverjum 5 konum og 5% prósent karla hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dixon hefur verið minnst sem hæfileikaríks grínista sem tvinnaði jafnréttismál og réttlætisþrá inn í uppistönd sín. Morðið á Dixon hefur blásið nýju lífi í umræðuna um kynbundið ofbeldi í Ástralíu. Netverjar hafa til að mynda verið duglegir að gagnrýna skilaboð lögreglunnar í tengslum við mál hennar. Á blaðamannafundi um málið sagði talsmaður lögreglunnar að fólk ætti að vera meðvitað um aðstæður sínar þegar það gengur heim á kvöldin. Það þykir netverjunum til marks um afleitan hugsunarhátt: Það séu ekki þolendur sem eiga að bera ábyrgðina heldur fautarnir sem ráðast á þá í skjóli nætur.Pls people don't blame her for walking in a park at night, as is our society's default position. BLAME HER ATTACKER. Women should be able to walk safely in our streets and parks. Rest in peace Eurydice Dixon.— Chloe Booker (@chloebooker) June 14, 2018 https://t.co/1oEVLYjCZw pic.twitter.com/CqUUcnXyqT— Elly Baxter (@ellybaxterpr) June 14, 2018 I will not raise my girls in a world where travelling home at night is deemed “risky” behaviour. Women have the right to move freely in this country. Freedom is a right not a privilege.— PatriciaKarvelas (@PatsKarvelas) June 14, 2018 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Morð á ungum áströlskum grínista hefur vakið gríðarlega reiði þar í landi. Hin 22 ára gamla Eurydice Dixon hafði verið að ganga heim eftir uppistandssýningu hennar í Melbourne á þriðjudagskvöld. Á heimleiðinni var ráðist á Dixon og henni nauðgað, áður en lík hennar var skilið eftir á fótboltavelli. Nítján ára karlmaður liggur undir grun og hefur verið kærður vegna árásarinnar. Ástralskir samfélagsmiðlar hafa logað vegna morðsins og kallað er eftir vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í landinu. Mál Dixon þykir minna um margt á morð sem framið var í Melbourne árið 2012. Morðið leiddi til fjölmennra mótmæla þar sem kallað var eftir aðgerðum í málaflokknum.My first stand up set when I was the same age as Eurydice Dixon, was about being afraid walking home at night. Making jokes about it was a way to feel slightly empowered instead of small and frightened. Mourning for this young comedian who was entitled to feel safe.— Alex Lee (@alex_c_lee) June 14, 2018 Mannréttindasamtök segja að kynbundið ofbeldi sé gríðarstórt vandamál í Ástralíu. Úttekt ástralskra stjórnvalda leiddi í ljós að ein af hverjum 5 konum og 5% prósent karla hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dixon hefur verið minnst sem hæfileikaríks grínista sem tvinnaði jafnréttismál og réttlætisþrá inn í uppistönd sín. Morðið á Dixon hefur blásið nýju lífi í umræðuna um kynbundið ofbeldi í Ástralíu. Netverjar hafa til að mynda verið duglegir að gagnrýna skilaboð lögreglunnar í tengslum við mál hennar. Á blaðamannafundi um málið sagði talsmaður lögreglunnar að fólk ætti að vera meðvitað um aðstæður sínar þegar það gengur heim á kvöldin. Það þykir netverjunum til marks um afleitan hugsunarhátt: Það séu ekki þolendur sem eiga að bera ábyrgðina heldur fautarnir sem ráðast á þá í skjóli nætur.Pls people don't blame her for walking in a park at night, as is our society's default position. BLAME HER ATTACKER. Women should be able to walk safely in our streets and parks. Rest in peace Eurydice Dixon.— Chloe Booker (@chloebooker) June 14, 2018 https://t.co/1oEVLYjCZw pic.twitter.com/CqUUcnXyqT— Elly Baxter (@ellybaxterpr) June 14, 2018 I will not raise my girls in a world where travelling home at night is deemed “risky” behaviour. Women have the right to move freely in this country. Freedom is a right not a privilege.— PatriciaKarvelas (@PatsKarvelas) June 14, 2018
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira