Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 23:45 Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Vísir/samsett Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33