Handbolti

EM 2024 verður í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stefnt er að því að opnunarleikurinn á EM í handbolta 2024 fari fram á þessum leikvangi
Stefnt er að því að opnunarleikurinn á EM í handbolta 2024 fari fram á þessum leikvangi vísir/getty
Lokakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta í karlaflokki árið 2024 mun fara fram í Þýskalandi og höfðu Þjóðverjar betur í kosningu þar sem Sviss og Danmörk sóttust einnig eftir því að halda mótið.

Kosningin fór fram á ársþingi Evrópska handknattleikssambandsins sem fram fór í Glasgow á dögunum.

Þjóðverjar lögðu mikið kapp á að halda keppnina en þeir hafa ekki haldið EM áður þó HM hafi nokkrum sinnum farið fram í Þýskalandi. Meðal annars verða 50 þúsund miðar í boði á opnunarleikinn þar sem hann verður spilaður á hinum glæsilega Esprit leikvangi sem hýsir meðal annars knattspyrnuleiki Fortuna Dusseldorf.

Lokakeppni EM 2022 fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu en Frakkland, Spánn og Belgía sóttust einnig eftir því að halda mótið í sameiningu.

Á þinginu var einnig ákvarðað hvar næsta lokakeppni í kvennaboltanum fara fram. EM 2022 verður í Slóveníu, Makedóníu og Svartfjallalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×