Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 22:22 Vilhjálmur segir Hval hf. vera að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira