Bloomberg greinir frá og hefur eftir talsmanni Musk. Mögulegt sé að SpaceX eða Boring Company, bæði í eigu Musk, muni geta aðstoðað við björgunaraðila við að finna nákvæma staðsetningu drengjanna í hellinum eða boðið fram aðstoð við að dæla vatni úr hellunum. Þá sé einnig til skoðunar að senda kraftmiklar rafhlöður frá Tesla til Taílands.
Í frétt Bloomberg segir að alls óvíst sé hvort taílensk yfirvöld muni þiggja aðstoðina en Musk hefur tíst um málið og boðið fram aðstoð sína sé vilji fyrir því.
I suspect that the Thai govt has this under control, but I’m happy to help if there is a way to do so
— Elon Musk (@elonmusk) July 4, 2018
Boring Co has advanced ground penetrating radar & is pretty good at digging holes. Don’t know if pump rate is limited by electric power or pumps are too smal. If so, could dropship fully charged Powerpacks and pumps.
— Elon Musk (@elonmusk) July 5, 2018
Þá er spáð úrhelli um helgina og því hafa vonir staðið til að hægt sé að bjarga drengjunum sem fyrst, en um þúsund manns koma að aðgerðum við hellakerfið.