Erlent

Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands.
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands. vísir/getty
Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. Þetta er niðurstaða hans eftir margra klukkutíma samningaviðræður við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en þau hefur greint á um hvernig taka ætti á innflytjendamálum í landinu.

Seehofer er formaður Kristilegra sósíalista í Bæjaralandi, CSU, sem er systurflokkur Kristilegra demókrata, CDU, sem Merkel leiðir.

Deilur þeirra Seehofer og Merkel um hvernig taka skuli á málefnum flóttamanna í Þýskalandi hafa ógnað ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna en á vef BBC er haft eftir Seehofer að þau hafi nú komist að samkomulagi um hvernig taka skuli á málum. Þá segir Merkel að góð málamiðlun hafi náðst.

„Eftir ítarlegar viðræður á milli CSU og CDU höfum við komist að samkomulagi um hvernig við getur komið í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur komi yfir landamærin við Austurríki,“ sagði Seehofer við blaðamenn í kvöld.


Tengdar fréttir

Seehofer segir af sér eftir deilur um innflytjendamál

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU), hyggst segja af sér báðum embættum. Frá þessu greina þýskir fjölmiðlar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×