Greiðslubyrði fjölskyldna hér á landi hefur minnkað Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Hópur ungs fólks með neysluskuldir fer stækkandi. Umboðsmaður skuldara hefur áhyggjur og vill skoða þann hóp gaumgæfilega. VÍSIR/DANÍEL Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00
Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58
Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00