Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júlí 2018 20:40 Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“ Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira