Íslenskir bændur gætu séð af um 50 þúsund rúlluböggum Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 19:57 Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira