Íslenskir bændur gætu séð af um 50 þúsund rúlluböggum Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 19:57 Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira