Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 20:03 Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum. Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum.
Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48