Fótbolti

Hjörvar: Mikið af stjörnum sem við höfum ekki séð undanfarin ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2, býst við jöfnum og spennandi ítölskum bolta þó að Cristiano Ronaldo sé genginn í raðir ítölsku meistaranna í Juventus.

Eins og greint var frá í gær mun Stöð 2 Sport sýna frá ítalska boltanum í vetur og hefjast útsendingar um helgina.

„Juventus er besta liðið og verða enn betri að fá Ronaldo en Inter-liðið hefur ekki verið eins gott í mörg ár,” sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„AC Milan eru sömuleiðis öflugir og svo ertu með Róma-liðin, Roma og Lazio. Napoli hefur verið spútnikliðið undanfarin ár. Parma eru með fullt af aðdáendum á Íslandi einnig.”

„Ég held að ítalski boltinn verði jafn og spennandi. Þarna ertu með mikið af stjörnum sem við höfum ekki séð á undanförnum árum. Maður getur talað um Icardi hjá Inter, Dybala hjá Juventus, Immobile hjá Lazio.”

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem ræðir um þróun ítalska boltans í aldanna rás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×