Fótbolti

Ronaldo: Auðveld ákvörðun að yfirgefa Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo svalar þorstanum í fyrsta leik Juventus á tímabilinu.
Ronaldo svalar þorstanum í fyrsta leik Juventus á tímabilinu. vísir/getty
Cristiano Ronaldo segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að yfirgefa Real Madrid í sumar og ganga í raðir Juventus. Hann segir að hvernig stuðningsmenn Juventus fögnuðu honum eftir hjólhestaspyrnuna hafi hjálpað.

„Ég bjóst ekki við því að spila fyrir þetta félag en sumt kemur óvænt upp og þetta var auðveld ákvörðun,” sagði Ronaldo i samtali við sjónvarpsstöðina DAZN.

Ronaldo skoraði stórkostlegt mark gegn Juventus í Meistaradeildinni í vetur en hann skoraði með hjólhestaspyrnu á útivelli. Margir stuðningsmenn Juventus stóðu upp og klöppuðu en það hjálpaði til í ákvörðun hans:

„Það sem var gert í Madrid er frábært. Ég vann allt og fjölskylda mín býr þar enn en það er hluti af fortíðinni. Litlu hlutirnir skipta miklu máli og eftir hvernig fólkið lofaði mér á vellinum var ég: Vá.”

„Ég vil reyna að skrifa söguna með þessu félagi. Ég vil vinna Meistaradeildina með Juventus og við munum gera allt til þess að vinna hana. Við gerum það skref fyrir skref og við munum sjá hvort það verði á þessu ári eða næsta.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×