Fótbolti

Skrópið hjá Zlatan gæti kostað LA Galaxy sæti í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic hefur átt flott tímabil í bandarísku MLS-deildinni og skoraði 15 mörk í 19 leikjum en hann hefur einnig komið sér í vandræði.

Zlatan lét reka sig útaf í einum leik og missti af leik vegna þess en stærstu vandræðin voru þó í kringum Stjörnuleik deildarinnar þar sem úrvalslið MLS mætti ítalska liðinu Juventus.





Zlatan skrópaði í leikinn og fékk í kjölfarið eins leiks bann. Svar Zlatans við því var: „Þeir geta gert það sem þeir vilja. Ég er frá annarri plánetu. Svona er þetta var í þeirra heimi. Ég finn mest til vegna liðsfélaga minna en ég get ekkert gert í þessu.“

LA Galaxy tapaði stigum í þessum leik sem Zlatan missti af og það gæti verið mjög dýrkeypt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

LA Galaxy er nú tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni og bandaríski blaðamaðurinn Kevin Baxter bendir á þá staðreynd í tengslum við fjarveru Zlatans í umræddum leik.





„Mun það ráða úrslitum að deildin ákvað að setja Zlatan í bann í leiknum við Colorado af því að hann missti af partýinu hjá MlS-forstjóranum,“ spyr Kevin Baxter á Twitter en hann starfar hjá Los Angeles Times.

Aðrir hafa bent á það að Zlatan Ibrahimovic hafi vitað hver refsingin yrði myndi hann skrópa í Stjörnuleikinn. „Ég skil alveg af hverju Zlatan vildi ekki spila þennan leik en það átti ekki að koma neinum á óvart að það hefði einhverjar afleiðingar,“ skrifaði Andrew Wiebe sem vinnur hjá MLS-sjónvarpsstöðinni.

„LA tók með þessu áhættu og ef þeir missa af úrslitakeppninni með einu sigi þá er það bara þeim að kenna og engum öðrum,“ skrfaði Wiebe. Hann gagnrýndi líka LSA Galaxy liðið fyrir að missa niður forystu í nokkrum leikjum og fyrir að styrkja ekki vörn liðsins í síðasta félagsskiptaglugga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×