Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 15:19 Steve Bannon var umdeildur á tíma sínum í Hvíta húsinu. Vísir/Getty Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.” Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.”
Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39
Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02