Dularfulla minkagildruhvarfið Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2018 09:00 Minkagildrurnar sem um ræðir eru meðal annars af þessari tegund. Þær eru faldar, vel festar og ljóst að það þarf að hafa talsvert fyrir því að stela þeim. Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar. Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar.
Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira