Yfirlögregluþjónn neitar sök um manndráp á Hillsborough Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 10:15 Réttarhöldin yfir Duckenfield og Mackrell eiga að hefjast í Preston í janúar. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu. Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu.
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira