Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 11:31 Spacey hefur upp á síðkastið verið sakaður um kynferðislega árásargirni, m.a. af fyrrum samstarfsfólki í sjónvarpi og kvikmyndum. Getty/Daniel Zuchnik Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00