Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 17:49 Maðurinn hér til vinstri mun vera Anatoliy Chepiga. Hinn er einungis þekktur undir nafninu Alexander Petrov, sem talið er vera dulnefni. Vísir/AP Uppfært 19:30 - Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur staðfest niðurstöður Bellingcat. Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Meðal annars hefur hann hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Bretar komust að sömu niðurstöðu Breskir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Bellingcat opinberlega þar sem rannsókn stendur yfir. Samkvæmt heimildum BBC hefur leyniþjónusta Bretlands þó komist að sömu niðurstöðu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í síðasta mánuði að mennirnir tveir væru útsendarar GRU. Þeir munu hafa ferðast til Bretlands með fölskum vegabréfum og undir dulnöfnunum Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Það var Anatoliy Chepiga sem notaðist við nafnið Boshirov. Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu. Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu. Bellingcat segir Chepiga hafa fæðst í smáþorpinu Nikolaevka, nærri landamærum Kína, árið 1979. Hann hafi gengið til liðs við herinn þegar hann var átján ára og barðist þrisvar sinnum í Téténíu með Spetsnaz-sérsveitum hersins. Hann mun hafa fengið rúmlega tuttugu orður fyrir þjónustu sína. Árið 2010 mun hann hafa fengið fyrsta dulnefnið sitt og fluttist Chepiga til Moskvu. Það var svo árið 2014 sem hann fékk æðstu orðu Rússlands, sem nefnd er hér að ofan. Á þeim tíma voru einu átökin sem Rússland stóð í í austurhluta Úkraínu. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Uppfært 19:30 - Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur staðfest niðurstöður Bellingcat. Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Meðal annars hefur hann hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Bretar komust að sömu niðurstöðu Breskir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Bellingcat opinberlega þar sem rannsókn stendur yfir. Samkvæmt heimildum BBC hefur leyniþjónusta Bretlands þó komist að sömu niðurstöðu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í síðasta mánuði að mennirnir tveir væru útsendarar GRU. Þeir munu hafa ferðast til Bretlands með fölskum vegabréfum og undir dulnöfnunum Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Það var Anatoliy Chepiga sem notaðist við nafnið Boshirov. Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu. Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu. Bellingcat segir Chepiga hafa fæðst í smáþorpinu Nikolaevka, nærri landamærum Kína, árið 1979. Hann hafi gengið til liðs við herinn þegar hann var átján ára og barðist þrisvar sinnum í Téténíu með Spetsnaz-sérsveitum hersins. Hann mun hafa fengið rúmlega tuttugu orður fyrir þjónustu sína. Árið 2010 mun hann hafa fengið fyrsta dulnefnið sitt og fluttist Chepiga til Moskvu. Það var svo árið 2014 sem hann fékk æðstu orðu Rússlands, sem nefnd er hér að ofan. Á þeim tíma voru einu átökin sem Rússland stóð í í austurhluta Úkraínu.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59
Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52
Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31
Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21