Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Sigurgeir Harðarson sem er  yfirvélstjóri á skipinu hlaut brunasár og var fluttur til aðhlynningar í gær. Hann segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður rætt við Sigurgeir.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um stöðu flugfélaganna. Forseti Alþýðusambands Íslands segir sorglegt að Icelandair ætli að spara sér nokkrar krónur með því að útvista störfum til ríkja með lakari launakjör og krefst þess að uppsagnir verði dregnar tilbaka.

Við höldum áfram að fjalla um stöðvun laxeldis á Vestfjörðum, við fjöllum einnig um samgöngumál þar á slóðum og segjum frá tíðari ferðum strætó á háannatíma.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×